top of page

Gervitungl eða gervihnöttur er fyrirbæri, sem ferðast á braut í kringum reikisstjörnur. Gervitunglin geta bæði verið náttúruleg eða gervi. Tungl eru kölluð náttúruleg gervitungl vegna þess að þau eru ekki búin til af mönnum og þau ferðast um brautir í kringum reikistjörnur.

Jörðin okkar hefur eitt náttúrulegt gervitungl en það er tunglið sem við þekkjum. Jörðin er líka gervitungl vegna þess að það ferðast í kringum sólina.

Í dag eru um þúsundir gervitungla bæði virk og óvirk sem ferðast á braut um jörðu og annars staðar. Gervitungl smíðuð meðal annars af verkfræðingum, tölvu- og fjarskiptafræðingum, stjörnufræðingum og eðlisfræðingum eru notuð til að senda áfram símtöl, taka eftir breytingum í umhverfinu, útvarpa sjónvarpsþáttum og fleira.  

Ferðin sem gervitunglið leggur í á braut um jörðu er krefjandi og þarf að vera mjög nákvæm. Ferð gervitunglsins byrjar oftast á eldflaugaskoti sem fer frá geimstöðinni og þarf að komast í að minnsta kosti 129 km fjarlægð frá jörðu. Á þeim stað er samt sem áður engin braut í jafnvægi. Lofthjúpurinn er enn það þykkur ap hann gæti dregið gervitunglið niður á nokkrum dögum eða vikum. Flest geimför eru hönnuð til að vinna í lengri fjarlægð frá jörðu. Til þess að koma gervitunglinu á þá braut sem ætluð er þarf að vera nóg af eldsneyti í eldflauginni. 

bottom of page