top of page

SpaceX framleiðir Starlink sem er samskipta-gervihnöttur. SpaceX er að plana í framtíðini að hafa 42.000 Starlink gervihnetti kringum jörðina.
Fyrirtækið SpaceX sem Elon Musk stofnaði hugar að því að útvega háhraða þjónustu fyrir netið með gervitunglum sem nefnast Starlink þannig að hægt væri að nota netið sama hvar þú býrð á jörðinni.

Gervitunglin eru stödd á lágbraut sem þýðir að það er í kringum 90 mínútur að ferðast einn hring í kringum jörðina. Með eins gervitunglum er hægt að að þekja mörg svæði á jörðinni og mynda “net” um jörðina.

Árið 2019 var farið að senda gervitunglin út í geim. Það eru í kringum 2000 Starlink gervitungl sem ferðast á lágbraut í kringum jörðina og i dag er enn verið að senda gervitunglin út í geim en markmið Elons Musk er að senda 42.000 gervitungl út í geim. Ástæðan fyrir því að það þarf svona mörg gervitungl er vegna þess að hvert gervitungl á lágbrautinni þekur svo lítið svæði á jörðinni.

Einingin fyrir það hversu hratt gög berast kallast stykki eða bit á ensku. 8 stykki eru eitt bæti eða byte á ensku. Hraði upplýsinganna er mældur í kílóbæti eða megabæti. Því fleiri sem megabætin eru, því fljótari er sambandshraðinn að berast.
Stærstu fyrirækin sem sjá fyrir interneti í gegnum gervitungl eru Viasat og Hughesnet.
En hvernig ertu tengdur internetinu segjum að þú sért að nota Hughesnet og þú villt vafra um á netinu. Þá er beiðni send frá tölvunni til gervitunglsins. Gervitunglið hefur samband við Hughesnet netstjórnmiðstöðina sem hefur samband við þína tölvu og geislar aftur upplýsingunum sem þú villt á sömu leið til tölvunnar þinnar þaðan sem beiðnin kom.


Þetta hljómar allt vel en bæði Viasat og Hughesnet gervitunglin vinna á sístöðubrautinni og þá getur fólk þurft að bíða eftir upplýsingunum. Biðtíminn lýsir sér t.d. þannig að þegar þú ýtir á youtube myndband kemur stundum lítill hringur á miðju myndbandinu sem þýðir að upplýsingarnar séu ennþá að koma. Vandamálið felst í vegalengdinni og vegna þess að á sístöðubrautinni vinna bæði fyrirtækin aðeins með fáein gervitungl þar sjá um gögn allra notenda í heiminum.

Starlink gervihnettir eru staddir á lágbraut sem þýðir að vegalengdin fyrir gögnin að ferðast en vegna lágbrautarinnar þurfa að vera fleiri gervitungl.

bottom of page